Fjölmiðlun og menning 2003


  • Hagskýrslur Íslands III
  • 1. janúar 0001
  • ISSN: 1670-4770

Fjölmiðlun og menning hefur að geyma tölulegan fróðleik um fjölmiðla, fjarskipti og menningarmál. Hér gefur að líta tölur um prent- og hljóð- og myndmiðla, tölvur, Netið, síma og nýmiðla, auglýsingar, almenningsbókasöfn, listsýningar, tónleika og söfn, auk ýmiss annars efnis um fjölmiðla, fjölmiðlun og menningarstarf. Bókin veitir einnig yfirlit yfir nokkrar helstu hagstærðir á sviði fjölmiðlunar og menningarmála, sem og margvíslegan fjölþjóðlegan samanburð. Í inngangi er gerð grein fyrir efni og efnistökum. Á geisladiski sem fylgir bókinni er að finna margvíslegt talnaefni sem ekki er rúm fyrir í bókinni sjálfri. Bæði bók og diskur eru á íslensku og ensku. Fjölmiðlun og menning kom síðast út árið 1999.

Til baka