Evrópskur samanburður á launum


0. Skráningaratriði fyrir viðfangsefni


0.1 Heiti

Evrópskur samanburður á launum

0.2 Efnisflokkur

Laun og tekjur

0.3 Umsjón; stofnun, deild, sérfræðingur o.s.frv.

Hagstofa Íslands
Laun, tekjur og menntun
Tölvupóstfang: laun@hagstofa.is
Sími: 528 1250

0.4 Tilgangur og aðdragandi

Evrópskur samanburður á launum byggir á Structure of Earnings Survey (SES) sem Hagstofa Evrópusambandsins Eurostat stendur fyrir. Könnunin er unnin á fjögurra ára fresti og var fyrsta viðmiðunarár hennar árið 2002.

Könnunin byggir á reglugerð ráðs Evrópusambandsins nr. 530/1999, og reglugerða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins nr. 1916/2000 og nr. 1738/2005. Markmið þessara reglugerða er að afla gagna um laun í löndum Evrópu til stefnumótunar og rannsókna. Könnunin gefur sundurliðaðar og samræmdar upplýsingar um laun og launasamsetningu í aðildarríkjum Evrópusambandsins og annarra þátttökuþjóða.

0.5 Notendur og notkunarsvið

Gögnin eru notuð til að bera saman laun milli Íslands og annarra Evrópulanda. Notendur eru stofnanir í hagrannsóknum, opinberir aðilar, ýmsir innlendir og erlendir rannsóknaraðilar, fjölmiðlar, fyrirtæki og einstaklingar.

0.6 Heimildir

Gögnin eru fengin úr Structure of Earnings Survey Hagstofu Evrópusambandsins. Gögn frá Íslandi byggja á launarannsókn Hagstofu Íslands.

0.7 Lagalegur grundvöllur fyrir hagskýrslugerð

Upplýsingum er safnað í samræmi við heimild í lögum nr. 163/2007 um Hagstofu Íslands og reglugerð ráðs Evrópusambandsins nr. 530/1999 og reglugerða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins nr. 19/2000 og nr. 1738/2005.

0.8 Svarbyrði við innsöfnun

Gögnum er safnað beint úr launakerfum fyrirtækja. Reynt er að halda svarbyrði fyrirtækja og stofnana í lágmarki í launarannsókn. Í upphafi er farið í gegnum tæknileg atriði með sérfræðingi Hagstofunnar svo sem starfaflokkun, launasamsetning fyrirtækisins er skoðuð og launaliðir tengdir færslu rannsóknarinnar þannig að samræmis sé gætt við önnur fyrirtæki. Þegar innleiðingarferli er lokið senda fyrirtæki mánaðarlega skilagrein til Hagstofunnar. Ef koma upp álitamál við vinnslu gagna er haft samband við viðkomandi fyrirtæki.

0.9 Ákvæði vegna EES og ESB

Grunnreglugerð vegna launa og launatengdra gjalda er reglugerð Evrópuráðsins nr. 530/1999 um launakannanir. Skilgreiningar og útfærsla á könnuninni kemur fram í öðrum reglugerðum. Þetta er reglugerð nr. 1916/2000 um hvernig skuli senda gögnin, reglugerð nr. 72/2002 um gæðamat og reglugerð nr. 1738/2005 um skilgreiningar og sendingar upplýsinga.

1. Efni


1.1 Efnislýsing

Structure of Earnings Survey er ætlað að safna og birta samanburðarhæfar tölur um laun í Evrópu. Birt eru árslaun, mánaðarlaun, tímakaup og greiddar stundir niður á atvinnugreinar, starfsstéttir og aldur.

1.2 Tölfræðileg hugtök

Árslaun eru skilgreind sem samtala allra launa. Það eru grunndagvinnulaun, álagsgreiðslur, kostnaðargreiðslur, bónusgreiðslur, vaktaálagsgreiðslur, ákvæðisgreiðslur, yfirvinnulaun, veikindalaun, eingreiðslur, nefndargreiðslur, akstursgreiðslur, hlunnindi, önnur laun og orlofsgreiðslur. Öll laun viðmiðunarárs liggja til grundvallar árslaunum.

Mánaðarlaun eru skilgreind á svipaðan hátt og regluleg heildarlaun í útgáfum Hagstofu Íslands að frátöldu því að kostnaðargreiðslur eru ekki hluti mánaðarlauna. Í mánaðarlaunum eru reglulega uppgerðar greiðslur þ.e. grunndagvinnulaun, álagsgreiðslur, bónusgreiðslur, vaktaálagsgreiðslur, yfirvinnulaun, veikindalaun og greiðslur vegna fyrirframgreiddrar uppmælingar. Október mánuður liggur til grundvallar við útreikninga á mánaðarlaunum.

Tímakaup er reiknað út frá mánaðarlaunum í október og fjölda greiddra stunda í sama mánuði. Þar sem vinnuskylda og fjöldi yfirvinnustunda er misjafn á milli landa þá er ekki alltaf samsvörun á milli launahugtakanna mánaðarlauna og tímakaups.

Greiddar stundir eru skilgreindar sem allar greiddar hvort sem er í dagvinnu eða yfirvinnu. Í mörgum tilvikum eru greiddar stundir ágætur mælikvarði á vinnustundir launamanns. Það er þó ekki algilt þar sem fastlaunasamningar eru víða í gildi og í þeim tilvikum er erfitt að meta og mæla vinnustundir. Því geta greiddar stundir ýmist van- eða ofmetið unnar stundir.

Starfshlutfall: SES könnunin nær hvort tveggja til þeirra sem eru í fullu starfi og þeirra sem eru í hlutastarfi. Gögn fyrir hlutastarfsfólk eru vegin upp í fullt starf.

Evrópusambandið er vegið meðaltal þeirra ríkja sem tilheyra Evrópusambandinu. Árið 2002 voru þau 25 og árin 2006 og 2010 voru þau 27.

Evrusvæðið er vegið meðaltal þeirra sem tilheyra myntbandalagi Evrópu. Árið 2002 voru þau 11, árið 2006 voru þau 16 og árið 2010 voru þau 17.

PPS jafnvirðisgildi byggja á verðsamanburði á sömu eða sambærilegri vöru og þjónustu á milli landa og endurspegla hlutfallslegt verðlag. Þannig lækka laun á Íslandi miðað við önnur lönd þegar tekið er tillit til jafnvirðisgilda ef verðlag á Íslandi er hærra en í öðrum löndum. Þegar jafnvirðisgildi eru notuð við samanburð á launum er tekið mið af hlutfallslegu verðlagi sem endurspeglar hve mikið þarf af evru að meðaltali til að kaupa sama magn af vörum og þjónustu í mismunandi ríkjum.

Evrur: Miðað er við meðalgengi viðmiðunarárs. Árið 2002 var það 1 evra = 86,18 ISK, árið 2006 var það 1 evra = 87,76 ISK og árið 2010 var það 1 evra = 161,89 ISK.

2. Tími


2.1 Viðmiðunartími talnaefnis

Könnunin er framkvæmd á fjögurra ára fresti. Birt hafa verið gögn fyrir árin 2002, 2006 og 2010.

2.2 Vinnslutími

Skil til Eurostat eru einu og hálfu ári eftir að viðmiðunarári lýkur. Tölurnar er gefnar út af Eurostat einu til einu og hálfu ári síðar, eða allt að þremur árum eftir að viðmiðunarárinu lýkur. Í kjölfarið er hluti þeirra gefinn út hér innanlands. Tölurnar eru endanlegar tölur og eru því ekki endurskoðaðar.

2.3 Stundvísi birtingar

Eurostat gefur út útgáfuáætlun miðað við vinnslutímann.

2.4 Tíðni birtinga

Birting er á fjögurra ára fresti.

3. Áreiðanleiki og öryggismörk


3.1 Nákvæmni gagna og áreiðanleiki

Hvert land, sem tekur þátt í verkefninu, ber ábyrgð á þeim gögnum sem það sendir frá sér en Eurostat ber ábyrgð á útreikningi og útgáfu niðurstaðna.

3.2 Skekkjuvaldar í gögnum

Skekkjur geta verið af ýmsum toga en í grunninn flokkast þær eftir því hvort um er að ræða úrtaksskekkjur (e. sampling errors) eða aðrar skekkjur (e. non sampling errors). Í launarannsókn Hagstofu Íslands eru þessar helstar:

  • Úrtaksskekkjur í launarannsókn: Úrtaksskekkjur stafa af þeirri óvissu sem felst í því að úrtakið er ekki nákvæm eftirmynd þýðis. Úrtaksskekkjur eru háðar úrtakshönnun, stærð úrtaks og dreifni (e. variance). Úrtak launakönnunar tekur breytingum sem og markaðurinn í heild sinni en leitast er við að úrtakið endurspegli markaðinn sem frekast getur.

  • Skekkjur vegna ófullkomins úrtaksramma: Við úrtakshönnun og gerð úrtaksramma launakönnunarinnar hefur verið reynt að halda úrtaksskekkju og skekkju vegna ófullkomins úrtaksramma í lágmarki. Reiknað er með að þessar skekkjur minnki mjög við stækkun úrtaks og endurnýjun úrtaksramma.

  • Mæliskekkjur og brottfallsskekkjur við gagnaöflun: Það kemur t.d. fyrir að starfsmenn fyrirtækja eru ekki rétt flokkaðir, sérstaklega í þeim fyrirtækjum þar sem starfsmannavelta er mikil. Með góðu samstarfi við fyrirtæki sem taka þátt í könnuninni og nákvæmum vinnureglum við móttöku gagna er reynt að draga úr þessum skekkjum.

3.3 Tölur um öryggismörk/skekkjumælingar

Í útgáfum eru ekki reiknuð öryggis- og skekkjumörk.

4. Samanburður


4.1 Samanburðarhæfi milli tímabila

Aðferðafræðin er að mestu leyti sú sama á milli tímabila. Eurostat getur þó breytt aðferðum og breytum minniháttar eftir því sem reynsla kemur á vinnslu og notkun gagna. Úrtakið getur breyst töluvert á milli tímabila og þrátt fyrir að þess sé gætt að að ákveðinni dreifingu fyrirtækja sé náð í hverri atvinnugrein þá getur það vissulega haft áhrif á samanburðarhæfni gagna.

4.2 Samanburður við aðrar hagtölur

Ekki hefur verið gerður samanburður á niðurstöðum á þessum gögnum og öðrum hagtölum. Hægt er að bera Structure of Earnings Survey saman við LCI, launakostnaðarvísitöluna, og LCS, launakostnaðarkönnunina þar sem sömu breyturnar byggja grunninn að öllum þremur könnununum og eru þær því að stórum hluta sambærilegar.

4.3 Samband milli bráðabirgðatalna og lokatalna

Allar tölur eru lokatölur, engar bráðabirgðatölur eru gefnar út.

5. Aðgangur að upplýsingum


5.1 Miðlunarleiðir

  • Fréttir, birtar á vef Hagstofunnar
  • Veftöflur á vef Hagstofunnar með hluta af gögnunum
  • Hagtíðindi, ritröð
  • Eurostat birtir niðurstöðurnar í heild á vef sínum, http://epp.eurostat.ec.europa.eu/

5.2 Grunngögn; varðveisla og notkunarmöguleikar

Grunngögn eru varðveitt sem trúnaðarupplýsingar á Hagstofunni. Aðgangur að grunngögnum er bundinn við þá starfsmenn Hagstofunnar sem vinna með gögnin. Helstu einkenni fyrirtækja og einstaklinga eru brengluð til að hylja uppruna gagnanna.

5.3 Skýrslur

Helstu niðurstöður koma fram í Hagtíðindum.

5.4 Aðrar upplýsingar

Frekari upplýsingar fást hjá starfsmönnum deildarinnar.

© Hagstofa �slands, �ann 15-10-2013