Ævilengd


0. Skráningaratriði fyrir viðfangsefni


0.1 Heiti

Ævilengd

0.2 Efnisflokkur

Mannfjöldi

0.3 Umsjón; stofnun, deild, sérfræðingur o.s.frv.

Hagstofa Íslands
Mannfjölda- og manntalsdeild
Brynjólfur Sigurjónsson
brynjolfur.sigurjonsson (hjá) hagstofa.is

0.4 Tilgangur og aðdragandi

Dánar- og ævilengdartöflur byggja á tölulegum upplýsingum frá árinu 1838 og síðar. Dánarlíkur eru fundnar með því að setja fjölda dáinna á hverju aldursári í hlutfall við tölu samsvarandi mannfjölda. Dánarlíkur á 1. ári miðast á sama hátt við samsvarandi tölur um lifandi fædda.

0.5 Notendur og notkunarsvið

Sveitarfélög, stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklingar.

0.6 Heimildir

Skrár Hagstofunnar um mannfjöldann 1. janúar hvert ár, skrár fyrir fædda og dána.

0.7 Lagalegur grundvöllur fyrir hagskýrslugerð

Lög um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð nr. 163/2007.

0.8 Svarbyrði við innsöfnun


0.9 Ákvæði vegna EES og ESB


1. Efni


1.1 Efnislýsing

Í útgefnu efni koma fram eftirfarandi upplýsingar um ævilengd:

  • Meðalævilengd (ólifuð meðalævi) og eftirlifendatala tveggja samliggjandi ára eftir kyni og aldri frá 1971.

1.2 Tölfræðileg hugtök

Meðalævilengd: Sýnir hve mörg æviár einstaklingur, karl eða kona, getur búist við að lifa frá fæðingu.

Eftirlifendatala: Hversu mörg af 1.000 nýfæddum börnum eru á lífi við tiltekinn aldur. Algengt er að reikna eftirlifendatölu miðað við 1 árs aldur, 15 ár, 50 ár, 65 ár og 80 ár.

Dánarlíkur: Dánarlíkur segja til um hversu margir muni að jafnaði deyja á aldursskeiði miðað við hverja 1.000 á lífi við upphaf hvers aldursskeiðs.

Ólifuð meðalævi: Sýnir hve mörg æviár einstaklingur, karl eða kona, á að meðaltali ólifuð miðað við að hann/hún er á lífi við upphaf tiltekins aldursskeiðs. Algengt er að reikna ólifaða meðalævi: við fæðingu, 1 árs, 15 ára, 50 ára, 65 ára og 80 ára.

2. Tími


2.1 Viðmiðunartími talnaefnis

Ævilengdartöflur eru gerðar upp árlega fyrir tvö síðustu samliggjandi almanaksár.

2.2 Vinnslutími

Vinnslutíminn er fjórir mánuðir, frá áramótum til aprílmánaðar.

2.3 Stundvísi birtingar

Stundvíslega í Landshögum á hverju ári.

2.4 Tíðni birtinga

Einu sinni á ári.

3. Áreiðanleiki og öryggismörk


3.1 Nákvæmni gagna og áreiðanleiki

Gögn byggja á stjórnsýsluskrám um fædda, dána og þá sem hafa fasta búsetu á landinu. Þrátt fyrir nokkra skekkju í mati á mannfjölda eru áhrifin á nákvæmni útreikninga á dánartíðni og meðalævilengd og áreiðanleika þeirra hverfandi lítil.

3.2 Skekkjuvaldar í gögnum

Skekkjur eru óverulegar og varða helst að jafnan eru nokkuð fleiri skráðir með fasta búsetu (lögheimili) á Íslandi en ættu að vera þar.

3.3 Tölur um öryggismörk/skekkjumælingar

Engin öryggismörk reiknuð þar sem um heildarsafn er að ræða.

4. Samanburður


4.1 Samanburðarhæfi milli tímabila

Tölulegra upplýsinga um dána var fyrir 1952 aflað með prestaskýrslum en eftir 1952 út frá upplýsingum í þjóðskrá.

4.2 Samanburður við aðrar hagtölur

Hagstofa Evrópusambandsins (Eurostat) hefur aðgang að sömu gögnum og Hagstofa Íslands en notar aðrar aðferðir við útreikning meðalævilengdar. Því getur munað nokkru á þeim niðurstöðum og tölum Hagstofunnar.

4.3 Samband milli bráðabirgðatalna og lokatalna

Engar bráðabirgðatölur eru gefnar út fyrir ævilengd.

5. Aðgangur að upplýsingum


5.1 Miðlunarleiðir

  • Fréttir birtar á vef Hagstofunnar
  • Hagtölur, efnisflokkaðar veftöflur
  • Hagtíðindi, ritröð
  • Landshagir, árbók Hagstofu Íslands
  • Mannfjöldaskýrslur til ársins 1980. Í ritröðinni Hagskýrslur Íslands
  • Hagskinna. Sögulegar hagtölur um Ísland

5.2 Grunngögn; varðveisla og notkunarmöguleikar


5.3 Skýrslur


5.4 Aðrar upplýsingar

Frekari upplýsingar má fá hjá Mannfjölda- og manntalsdeild Hagstofu Íslands, síma 528 1030 eða mannfjoldi (hjá) hagstofa.is

© Hagstofa �slands, �ann 4-1-2010