Mannfjöldinn 1. júlí


0. Skráningaratriði fyrir viðfangsefni


0.1 Heiti

Mannfjöldinn 1. júlí

0.2 Efnisflokkur

Mannfjöldi

0.3 Umsjón; stofnun, deild, sérfræðingur o.s.frv.

Hagstofa Íslands
Mannfjölda- og manntalsdeild

Brynjólfur Sigurjónsson
brynjolfur.sigurjonsson (hjá) hagstofa.is

Sími: 528 1030

0.4 Tilgangur og aðdragandi

Tilgangur birtingar miðársmannfjölda er aðallega sá að auðvelda útreikninga og samanburð tíðnitalna þar sem mannfjöldinn kemur við sögu. Sem dæmi má nefna að tölur um þjóðartekjur á mann miðast að öllu jöfnu við mannfjöldann eins og hann var á miðju árinu sem um ræðir.

Frá árinu 1841 til 1960 var meðalmannfjöldi reiknaður út frá aðalmanntölum og árlegum mannfjöldaskýrslum (prestaskýrslum). Frá árinu 1960 til 1996 var mannfjöldinn 1. júlí reiknaður árlega út frá stöðu þjóðskrár 1. desember með formúlunni:

Meðalmannfj. ár x = mannfj. 1.des ár x-1* (5/12) + mannfj. 1.des ár x * (7/12)

Frá 1997 hefur íbúaskrá Þjóðskrár verið vistuð eins og hún stendur 1. júlí ár hvert og uppfærð síðar eftir því sem síðkomnar upplýsingar hafa borist um einstaklinga fram til 1. júlí. Stöðuskráin gefur upplýsingar um þróun fólksfjölda og samsetningu.

0.5 Notendur og notkunarsvið

Ráðuneyti, sveitarfélög, stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklingar.

0.6 Heimildir

Manntöl og íbúaskrá Þjóðskrár.

0.7 Lagalegur grundvöllur fyrir hagskýrslugerð

Lög um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð nr. 163/2007.
Lög um þjóðskrá og almannaskráningu, nr. 54/1962.
Lög um lögheimili, nr. 21/1990.
Lög um tilkynningar aðsetursskipta, nr. 73/1953.

0.8 Svarbyrði við innsöfnun

Engin.

0.9 Ákvæði vegna EES og ESB

Engin.

1. Efni


1.1 Efnislýsing

Miðársmannfjöldi er jafnan notaður við útreikninga á tíðnitölum.

Úr íbúaskrá 1. júlí eru unnar upplýsingar um heildarmannfjölda með lögheimili á Íslandi. Eftirtalin atriði koma fram í útgefnu efni:

  • Mannfjöldi eftir kyni og aldri
  • Mannfjöldi eftir kyni, aldri og húskaparstöðu

1.2 Tölfræðileg hugtök

Sjá nánar vörulýsingu Mannfjöldinn 1. janúar.

2. Tími


2.1 Viðmiðunartími talnaefnis

Íbúafjöldi á miðnætti aðfararnótt 1. júlí.

2.2 Vinnslutími

Sex vikur.

2.3 Stundvísi birtingar

Tölur eru birtar í samræmi við birtingaráætlun.

2.4 Tíðni birtinga

Árleg

3. Áreiðanleiki og öryggismörk


3.1 Nákvæmni gagna og áreiðanleiki

Sjá nánar vörulýsingu Mannfjöldinn 1. janúar.

3.2 Skekkjuvaldar í gögnum

Sjá nánar vörulýsingu Mannfjöldinn 1. janúar.

3.3 Tölur um öryggismörk/skekkjumælingar

Engin öryggismörk reiknuð þar sem um heildarsafn er að ræða.

4. Samanburður


4.1 Samanburðarhæfi milli tímabila

Frá árinu 1841 til 1960 var meðalmannfjöldi reiknaður út frá aðalmanntölum og árlegum prestaskýrslum. Frá árinu 1960 til 1996 var mannfjöldinn 1. júlí reiknaður árlega út frá stöðu þjóðskrár 1. desember. Frá 1997 hefur þjóðskráin verið gerð upp eins og hún stendur 1. júlí ár hvert.

4.2 Samanburður við aðrar hagtölur

Sjá nánar vörulýsingu Mannfjöldinn 1. janúar.

4.3 Samband milli bráðabirgðatalna og lokatalna

Engar bráðabirgðatölur eru gefna út fyrir mannfjölda 1. júlí.

5. Aðgangur að upplýsingum


5.1 Miðlunarleiðir

  • Vefur Hagstofu Íslands
  • Hagtölur á vef Hagstofu Íslands
  • Fréttir á vef Hagstofu Íslands
  • Hagtíðindi. Ritröð Mannfjöldi
  • Landshagir. Hagtöluárbók Hagstofu Íslands
  • Hagtíðindi. Mánaðarrit Hagstofu Íslands. Útgáfu hætt 2004
  • Mannfjöldaskýrslur til ársins 1980. Í ritröðinni Hagskýrslur Íslands
  • Hagskinna. Sögulegar hagtölur um Ísland (Ritstj. Guðmundur Jónsson og Magnús S. Magnússon). Reykjavík 1997

5.2 Grunngögn; varðveisla og notkunarmöguleikar

Gögn geymd á tölvutæku formi hjá Mannfjölda- og manntalsdeild Hagstofu Íslands. Ekki er veittur aðgangur að einstaklingsbundnum gögnum en unnt er að fá sérvinnslur úr þeim gegn greiðslu.

5.3 Skýrslur


5.4 Aðrar upplýsingar

Frekari upplýsingar má fá hjá Mannfjölda- og manntalsdeild Hagstofu Íslands, s. 528 1030 eða með tölvupósti: mannfjoldi (hjá) hagstofa.is

© Hagstofa �slands, �ann 4-1-2010