Hafnir


0. Skráningaratriði fyrir viðfangsefni


0.1 Heiti

Hafnir

0.2 Efnisflokkur

Ferðamál, samgöngur og upplýsingatækni

0.3 Umsjón; stofnun, deild, sérfræðingur o.s.frv.

Lárus Blöndal
Hagstofu Íslands
Sími: 528 1281
larus.blondal@hagstofa.is

0.4 Tilgangur og aðdragandi

Tilgangurinn er að safna og halda til haga upplýsingum um vöruflutninga um hafnir landsins.

0.5 Notendur og notkunarsvið

Notendur eru þeir sem áhuga hafa á þessu sviði, en jafnframt berst viðamikil fyrirspurn frá Evrópusambandinu ár hvert.

0.6 Heimildir

Siglingastofnun Íslands.

0.7 Lagalegur grundvöllur fyrir hagskýrslugerð

Lög um Hagstofu Íslands og opinbera hagskýrslugerð nr. 163/2007.

0.8 Svarbyrði við innsöfnun

Árlega er leitað eftir upplýsingum vegna töflu sem birtist í Landshögum.

0.9 Ákvæði vegna EES og ESB


1. Efni


1.1 Efnislýsing

Vöruflutningum um ýmsar hafnir landsins er skipt niður eftir helstu vöruflokkum, sem eru: Olía og bensín, vikur, salt, sement, lýsi og fiskimjöl svo og fiskafurðir.

1.2 Tölfræðileg hugtök


2. Tími


2.1 Viðmiðunartími talnaefnis

Almanaksárið.

2.2 Vinnslutími

Vinnslutími fyrir Landshagi og veftöflur er fremur stuttur eftir að upplýsingar berast, en lengri tíma þarf fyrir fyrirspurn Evrópusambandsins, sem er nokkuð viðamikil.

2.3 Stundvísi birtingar

Upplýsingar birtast árlega í Landshögum, sem koma út á haustmánuðum og eru jafnframt aðgengilegar á vef Hagstofunnar.

2.4 Tíðni birtinga

Árlegar töflur í Landshögum, árbók Hagstofu Íslands, svo og á vef Hagstofunnar.

3. Áreiðanleiki og öryggismörk


3.1 Nákvæmni gagna og áreiðanleiki

Gögnin eru nákvæm og áreiðanleg, þó einstaka sinnum komi fyrir að leiðréttingar eru gerðar eftir á.

3.2 Skekkjuvaldar í gögnum


3.3 Tölur um öryggismörk/skekkjumælingar


4. Samanburður


4.1 Samanburðarhæfi milli tímabila

Gögnin eiga að vera samanburðarhæf milli tímabila.

4.2 Samanburður við aðrar hagtölur

Nákvæmar upplýsingar eru sendar til Evrópusambandsins um vöru- og farþegaflutninga á hverja einustu höfn landsins. Þessar upplýsingar eru notaðar til samanburðar við aðrar hafnir í Evrópu.

4.3 Samband milli bráðabirgðatalna og lokatalna

Ekki er unnið með bráðabirgðatölur.

5. Aðgangur að upplýsingum


5.1 Miðlunarleiðir

Hagtölur, efnisflokkaðar veftöflur
Landshagir, árbók Hagstofu Íslands

5.2 Grunngögn; varðveisla og notkunarmöguleikar

Grunngögn koma frá Siglingastofunun Íslands á Excel formi og eru geymd þannig. Tölur eru samandregnar fyrir töflu í Landshögum, bæði hvað varðar einstaka litlar hafnir og einnig hvað varðar vörutegundir.

5.3 Skýrslur


5.4 Aðrar upplýsingar


© Hagstofa �slands, �ann 18-8-2008