Vísitala kaupmáttar launa


0. Skráningaratriði fyrir viðfangsefni


0.1 Heiti

Vísitala kaupmáttar launa

0.2 Efnisflokkur

Laun og tekjur

0.3 Umsjón; stofnun, deild, sérfræðingur o.s.frv.

Hagstofa Íslands
Laun, tekjur og menntun
Tölvupóstfang: laun@hagstofa.is
Sími: 528 1250

0.4 Tilgangur og aðdragandi

Vísitala kaupmáttar launa sýnir breytingu launavísitölu umfram breytingu á vísitölu neysluverðs, þ.e.a.s. raunhækkun launa á tímabilinu. Kaupmáttur launa sýnir hversu mikið af vöru og þjónustu hægt er að kaupa fyrir laun. Óbreyttur kaupmáttur frá fyrra ári þýðir að hægt er að kaupa sambærilega vörukörfu og fyrir ári. Kaupmáttur er oftast reiknaður sem breyting launa að teknu tilliti til breytinga á vísitölu neysluverðs. Kaupmáttur eykst þegar laun hækka umfram verðlag en minnkar þegar verðbólgan er meiri en launahækkanir. Byrjað var að reikna hana árið 1989.

0.5 Notendur og notkunarsvið

Stjórnvöld, opinberir aðilar sem og aðilar vinnumarkaðarins, fyrirtæki, félagasamtök, einstaklingar og aðrir hagsmunaaðilar sem tengjast eða hafa áhuga á atvinnutekjum.

0.6 Heimildir

Vísitala launa byggir á gagnasafni launarannsókn Hagstofu Íslands. Í rannsókninni er upplýsinga aflað um laun og launakostnað allra starfa hjá handahófsúrtaki fyrirtækja með tíu eða fleiri starfsmenn og úrtaki sveitarfélaga. Auk gagna úr launarannsókn Hagstofu Íslands er stuðst við heildarsafn frá ríki. Grunnur neysluverðsvísitölunnar er að mestu reistur á niðurstöðum úr útgjaldarannsóknum sem Hagstofan framkvæmir. Upplýsingar um vöruverð, sem safnað er í hverjum mánuði, eru notaðar til að mæla verðlagsbreytingar.

0.7 Lagalegur grundvöllur fyrir hagskýrslugerð

Engin séríslensk lög gilda um útreikning eða birtingu vísitölu kaupmáttar launa.

0.8 Svarbyrði við innsöfnun

Engum frumgögnum er safnað við útreikninga þar sem vísitala kaupmáttar launa er samsett af opinberum hagtölum; mánaðarlegri launavísitölu Hagstofu Íslands og mánaðarlegri neysluverðsvísitölu sömu stofnunar.

0.9 Ákvæði vegna EES og ESB

Á ekki við.

1. Efni


1.1 Efnislýsing

Grunntími vísitölu kaupmáttar launa er mars 1999 og vísitalan reiknuð aftur til janúar 1989.
Til dæmis var við útreikning vísitölu kaupmáttar í nóvember 2008 notuð launavísitala í nóvember 2008, sem var 351,3 stig og neysluverðsvísitala í nóvember 2008 sem var 327,9 stig.

Vísitala kaupmáttar launa=(Launavísitala/Neysluverðsvísitala)*100

1.2 Tölfræðileg hugtök

Sjá efnislýsingu

2. Tími


2.1 Viðmiðunartími talnaefnis

Viðmiðunartími vísitölu kaupmáttar launa er næstliðinn mánuður.

2.2 Vinnslutími

Vinnslutími er sá sami og í tilfelli launavísitölu Hagstofu Íslands, eða að jafnaði um 22 dagar frá því að viðmiðunarmánuði lýkur.

2.3 Stundvísi birtingar

Vísitala kaupmáttar launa er birt samkvæmt birtingaráætlun Hagstofu Íslands klukkan 09:00. Birtingaráætlun má nálgast á vef Hagstofu Íslands.

2.4 Tíðni birtinga

Mánaðarlega.

3. Áreiðanleiki og öryggismörk


3.1 Nákvæmni gagna og áreiðanleiki


3.2 Skekkjuvaldar í gögnum


3.3 Tölur um öryggismörk/skekkjumælingar


4. Samanburður


4.1 Samanburðarhæfi milli tímabila

Vísitala kaupmáttar launa byggir á opinberum hagtölum. Breytingar á undirliggjandi hagtölum, þ.e. útreikningi á neysluverðsvísitölu eða launavísitölu sem Hagstofa Íslands reiknar og birtir, geta því haft áhrif á samanburðarhæfni á milli tímabila.

4.2 Samanburður við aðrar hagtölur

Á ekki við

4.3 Samband milli bráðabirgðatalna og lokatalna

Engar bráðabirgðatölur eru birtar.

5. Aðgangur að upplýsingum


5.1 Miðlunarleiðir

Efnisflokkaðar veftöflur á vef Hagstofu Íslands.

5.2 Grunngögn; varðveisla og notkunarmöguleikar

Útreikningar vísitölu kaupmáttar launa byggja á opinberum hagtölum, annars vegar mánaðarlegri launavísitölu Hagstofu Íslands og hins vegar mánaðarlegri neysluverðsvísitölu (sjá vef Hagstofu Íslands; www.hagstofa.is).

5.3 Skýrslur

Ekki eru gefnar út sérstakar skýrslur í tengslum við vísitölu kaupmáttar launa.

5.4 Aðrar upplýsingar

Frekari upplýsingar fást hjá starfsmönnum deildarinnar.

© Hagstofa �slands, �ann 21-10-2013