Út er kominn fjórði ársfjórðungur vísitölu launakostnaðar fyrir árið 2006 og endanlegar niðurstöður þriðja ársfjórðungs 2006.

Á milli þriðja og fjórða ársfjórðungs 2006 hækkaði heildarlaunakostnaður í iðnaði (D) um 8,0%, í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð (F) um 8,4%, í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu (G) um 9,0% og í samgöngum og flutningum (I) um 9,3%. Heildarlaunakostnaður án óreglulegra greiðslna hækkaði á sama tíma um 3,5% í iðnaði (D), 6,4% í mannvirkjagerð og byggingarstarfsemi (F),  4,1% í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu (G) og um 2,3% í samgöngum og flutningum (I).

Ársmeðaltal heildarlaunakostnaðar í iðnaði (D) hækkaði um 8,3% á milli áranna 2005 og 2006, um 8,5% í mannvirkjagerð og byggingarstarfsemi (F), 4,7% í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu (G) og um 6,5% í samgöngum og flutningum (I).


Talnaefni