Heildarlaunakostnaður lækkaði um 1,6% í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, 1,4% í iðnaði og 1,0% í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu frá fyrri ársfjórðungi. Á sama tímabili hækkaði heildarlaunakostnaður um 0,7% í samgöngum og flutningum.

Þegar horft er til heildarlaunakostnaðar án óreglulegra greiðslna voru hækkanir á bilinu 0,1% til 5,9%. Mest var hækkun launakostnaðar í atvinnugreininni samgöngur og flutningar en minnst í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Vísitala heildarlaunakostnaðar án óreglulegra greiðslna er frábrugðin vísitölu heildarlaunakostnaðar að því leyti að aðeins er tekið tillit til greiðslna sem gerðar eru upp á hverju útborgunartímabili. Greiðslur svo sem desemberuppbót og orlofsgreiðslur reiknast því ekki í vísitölu heildarlaunakostnaðar án óreglulegra greiðslna.

Árshækkun heildarlaunakostnaðar frá fyrsta ársfjórðungi 2007 var mest í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu, 8,4%, en minnst í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, 1,3%. Á sama tímabili hækkaði heildarlaunakostnaður um 5,0% í iðnaði og 7,1% í samgöngum og flutningum.

Á fyrsta ársfjórðungi 2008 var skrifað undir kjarasamninga milli Samtaka atvinnulífsins og landssambanda og stærstu aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands. Á tímabilinu voru einnig undirritaðir fleiri sérkjarasamningar. Hluti nýrra samninga kom til framkvæmda undir lok fyrsta ársfjórðungs 2008. Þeir samningar sem voru í gildi um áramót kváðu almennt á um hækkun launa í ársbyrjun.

Vísitala launakostnaðar, sem gefin er út ársfjórðungslega, sýnir breytingar á launakostnaði á vinnustund. Vísitalan er kostnaðarvísitala sem ekki er leiðrétt fyrir breytingum í samsetningu vinnuafls og vinnustunda. Breytingar á vísitölu launakostnaðar geta því endurspeglað verðbreytingu vinnustundar, breytt hlutfall yfirvinnustunda, breytt hlutfall vinnuafls með há/lág laun eða samspil umræddra þátta.

Vísitala launakostnaðar eftir atvinnugrein, breyting frá fyrri ársfjórðungi    
% 2006       2007       2008
  1. ársfj. 2. ársfj. 3. ársfj. 4. ársfj. 1. ársfj. 2. ársfj. 3. ársfj. 4. ársfj. 1. ársfj.
Iðnaður                  
Heildarlaunakostnaður  -3,9 1,8 3,6 8,0 -0,4 -0,1 0,5 6,2 -1,4
– án óreglulegra greiðslna  2,2 0,3 5,0 3,5 4,6 -1,5 1,6 2,2 2,3
Heildarlaun  -4,3 1,9 3,3 8,2 -0,7 -0,1 0,3 6,3 -1,2
Annar launakostn. en laun  -2,0 1,3 4,9 7,0 1,2 -0,4 1,4 5,7 -2,4
Byggingarstarfsemi
Heildarlaunakostnaður  2,4 -1,8 -0,9 8,4 2,1 -2,7 -1,9 7,8 -1,6
– án óreglulegra greiðslna  5,7 -2,3 -0,5 6,4 4,6 -3,4 -1,3 6,0 0,1
Heildarlaun  2,2 -1,8 -0,6 8,4 1,6 -2,8 -1,6 7,4 -1,5
Annar launakostn. en laun  3,6 -1,8 -2,5 8,5 4,7 -1,9 -3,4 9,9 -2,4
Verslun og viðgerðarþjónusta
Heildarlaunakostnaður  -3,4 -1,7 -1,2 9,0 -1,7 0,7 -0,7 9,6 -1,0
– án óreglulegra greiðslna  1,1 -1,0 -0,4 4,1 3,8 -0,8 -0,2 6,2 2,4
Heildarlaun  -3,6 -1,6 -1,4 9,6 -2,2 0,7 -0,7 9,7 -1,0
Annar launakostn. en laun -2,4 -2,2 -0,6 6,1 1,3 0,5 -0,7 8,8 -1,2
Samgöngur og flutningar
Heildarlaunakostnaður  -4,3 1,7 1,1 9,3 -0,9 -1,9 -0,7 9,3 0,7
– án óreglulegra greiðslna  4,3 -0,2 2,6 2,3 5,4 -2,3 0,7 3,4 5,9
Heildarlaun  -4,8 1,7 1,1 9,7 -1,3 -1,8 -1,0 9,3 0,5
Annar launakostn. en laun  -1,6 1,7 1,4 7,6 1,0 -2,5 0,4 9,3 1,7

Talnaefni