Iceland in figures 2018Hagstofa Íslands hefur í dag gefið út bækling á ensku, Iceland in figures 2018, þar sem nálgast má ýmsar lykiltölur um land og þjóð á handhægan hátt. Þó að bæklingurinn sé smár í sniðum (11x16 sm) skiptist hann í 19 kafla og í honum eru tæplega 50 töflur og 20 myndrit. Þetta er tuttugasti og þriðji árgangur bæklingsins en hann er sniðinn að ferðaþjónustunni og hefur átt miklum vinsældum að fagna meðal leiðsögumanna og annarra ferðalanga.

Bæklingurinn kostar 650 krónur og er til sölu í afgreiðslu Hagstofu Íslands að Borgartúni 21a í Reykjavík. Hann má einnig kaupa í öllum helstu bókaverslunum. Bæklingurinn er einnig aðgengilegur endurgjaldslaust á vef Hagstofunnar en einnig er hægt að panta hann þar og fá sendan heim að dyrum.

Iceland in figures 2018 – útgáfa