Húsnæði Hagstofu Íslands

Hagstofa Íslands tók til starfa árið 1914. Hagstofan er sjálfstæð stofnun sem heyrir undir forsætisráðherra. Hún er miðstöð opinberrar hagskýrslugerðar í landinu og hefur forystu um framkvæmd hennar og samskipti við alþjóðastofnanir á þessu sviði. Núverandi hagstofustjóri er Ólafur Hjálmarsson.

Hagstofan safnar tölulegum upplýsingum um íslenskt samfélag, vinnur úr þeim og miðlar til notenda. Miðlun hagtalna stuðlar að upplýstri þjóðfélagsumræðu og er grundvöllur lýðræðislegra ákvarðana. Hagstofan skiptist í fimm svið:

Efnahagssvið

Utanríkisverslun
Úrvinnsla gagna um útflutning, innflutning, vöru og þjónustu. Einnig eru unnar hagtölur um verð- og magnvísitölur.

Vísitöludeild
Vísitöludeild vinnur vísitölu neysluverðs, vísitölu byggingarkostnaðar, vísitölu framleiðsluverðs og skyldar verðvísitölur auk alþjóðlegs verðsamanburðar.

Þjóðhagsreikningar og opinber fjármál
Deild um þjóðhagsreikninga og opinber fjármál vinnur að framleiðslu-, ráðstöfunar- og tekjuskiptingaruppgjöri þjóðhagsreikninga, fjármálareikninga, vinnumagn og framleiðni, efnahagslegar skammtímatölur, ferðaþjónustureikninga og hagskýrslugerð um búskap hins opinbera.

Sviðsstjóri: Björn Rúnar Björnsson

Félagsmálasvið

Atvinna, lífskjör og mannfjöldi
Unnar eru hagtölur um vinnumarkað, lífskjör, mannfjölda, manntal, félagsvísa, félagsvernd, heilbrigðismál, karla og konur, börn, húsnæðismál, kosningar, fjölmiðlun og menningu.

Laun tekjur og menntun
Unnar eru hagtölur um laun, launakostnað, tekjur, skuldir, menntun og skólamál.

Sviðsstjóri: Hrafnhildur Arnkelsdóttir

Fyrirtækjasvið

Fyrirtækjatölfræði
Umsjón með þróun og rekstri fyrirtækjaskrár til hagskýrslugerðar. Unnin er skammtímatölfræði um virðisaukaskattskylda veltu og starfsmannafjölda eftir atvinnugreinum sem og  hagtölur um rekstur, afkomu og lýðfræði fyrirtækja eftir atvinnugreinum.

Á sviðinu eru unnar hagskýrlur um gistinætur og ferðaþjónustu, iðnaðarframleiðslu og landbúnað, svo og tölfræði um útgjöld til rannsóknar- og þróunarstarfs fyrirtækja og stofnana og tölfræði um nýjungvirkni fyrirtækja.

Auðlinda- og umhverfismál
Umhverfistölfræði felur meðal annars í sér tölfræði um úrgang og losun gróðurhúsalofttegunda. Unnið er að framleiðslu umhverfisreikninga út frá þjóðhagsreikningum. Einnig eru unnar á sviðinu hagtölur um sjávarútveg.

Sviðsstjóri: Böðvar Þórisson

Rekstrarsvið

Rekstur, fjármál og öryggi
Fjármáladeild sér um rekstur, bókhald og fjármál. Öryggismál eru hluti af rekstri Hagstofunnar.

Upplýsingatækni
Deildin annast rekstur og þjónustu tölvukerfa, forritun og rekstur sérsniðinna hugbúnaðarlausna.

Gagnasöfnun
Gagnasöfnun vinnur að gerð úrtaksrannsókna og annarri gagnasöfnun, auk þess að sjá um afgreiðslu- og skiptiborð Hagstofunnar.

Sviðsstjóri: Elsa B. Knútsdóttir

Rannsóknardeild

Fylgst er með afkomu þjóðarbúsins og unnar þjóðhagsspár og áætlanir. Rannsóknareiningin er sjálfstæð eining og aðskilin hagskýrslustarfseminni.

Rannsóknardeild heyrir undir Ólaf Hjálmarsson hagstofustjóra.

Stjórnsýsla og samstarf

Samskipti og miðlun
Miðlun hagtalna, útgáfa, upplýsingaþjónusta og ritstjórn á ytri og innri vef er á verksviði deildarinnar.

Alþjóðamál
Hagstofan tekur virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi, svo sem Evrópska hagskýrslusamstarfinu (ESS), samstarfi Norðurlandaþjóða og samstarfi á vegum alþjóðastofnana svo Sameinuðu þjóðanna (UN) og Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD).

Aðferðir og vísindasamstarf
Aðferðafræði, umsýsla sérvinnslubeiðna, samstarf við aðra framleiðendur hagtalna, og þjónusta við rannsóknarsamfélagið. Umsýsla umsókna um aðgang að trúnaðargögnum.

Sviðsstjóri: Ólafur Arnar Þórðarson