- Hagtíðindi
- 27. nóvember 2015
- ISSN: 1670-4770
-
Skoða PDF
Sé hlutfall íslenskra ríkisborgara sem flytja til og frá landinu á mismunandi aldursbili (af heildarfjölda brottfluttra) árið 2015 borið saman við sambærilegt hlutfall áranna 1986 til 2014 fæst niðurstaðan að engar markverðar breytingar hafi átt sér stað árið 2015. Aukinn fjöldi brottfluttra er ekki umfram það sem telja má eðlilega sveiflu miðað við fyrri ár. Þessi niðurstaða á við hvort sem horft er til búferlaflutninga hjá einstaklingum eða kjarnafjölskyldum.