- Hagtíðindi
- 09. desember 2011
- ISSN: 1670-5718
-
Skoða PDF
Neysluútgjöld á heimili árin 2008-2010 voru 442 þúsund krónur á mánuði og minnkuðu um 3,1% frá tímabilinu 2007-2009. Á sama tíma hefur meðalheimilið stækkað úr 2,37 einstaklingum í 2,41. Útgjöld á mann hafa dregist saman um 4,6% og eru nú 183 þúsund krónur á mánuði. Vísitala neysluverðs hækkaði um 5,4% frá 2009 til 2010 og hafa heimilisútgjöldin dregist saman um 8% að teknu tilliti til verðbreytinga eða 9,5% á mann. Hlutfall mat- og drykkjarvöru í heimilisútgjöldum hækkaði lítillega milli tímabila.