- Hagtíðindi
- 08. júlí 2011
- ISSN: 1670-4665
-
Skoða PDF
Landsframleiðsla vex um 2,5% 2011 og 3,1% 2012. Einkaneysla og fjárfesting aukast 2011 og næstu ár. Samneysla dregst talsvert saman í ár en minnkar mun minna 2012. Spáin nær til áranna 2011 til 2016. Vöxtur landsframleiðslu verður knúinn áfram af aukinni einkaneyslu og fjárfestingu frá og með árinu 2011 og út spátímann enda þótt samneysla dragist saman um 2,6% 2011 og 0,8% 2012. Ekki er gert ráð fyrir að gengi krónunnar styrkist mikið á næstu árum, en það stuðlar áfram að afgangi af vöru- og þjónustuviðskiptum.