- Hagtíðindi
- 03. júlí 2015
- ISSN: 1670-4509
-
Skoða PDF
Hlutfall fólks sem skorti efnisleg gæði á Íslandi lækkaði úr 6,6% í 5,5% milli áranna 2013 og 2014. Árið 2013 var þetta hlutfall á Íslandi það fimmta lægsta í Evrópu. Þegar skortur er greindur eftir atvinnustöðu skera öryrkjar sig úr, en árið 2014 skorti 23% þeirra efnisleg gæði. Hlutfallið var mun lægra á meðal atvinnulausra, 12,5%, og enn lægra á meðal annarra hópa.