Byrði húsnæðiskostnaðar 2004-2013


  • Hagtíðindi
  • 14. apríl 2014
  • ISSN: 1670-4509

  • Skoða PDF
Árið 2013 nam byrði húsnæðiskostnaðar meðaleinstaklings um 16,8% af ráðstöfunartekjum og hafði þá haldist nokkuð stöðug frá 2006. Undirliggjandi voru þó allnokkrar breytingar á húsnæðisbyrði fólks eftir mismunandi stöðu á fasteignamarkaði. Byrðin hækkaði hjá leigjendum en lækkaði hjá fólki sem bjó í eigin húsnæði. Þeir sem greiða 40% eða meira af ráðstöfunartekjum sínum eru taldir búa við verulega íþyngjandi húsnæðiskostnað. Eftir 2006 lækkaði hlutfall þeirra sem svo var ástatt um.

Til baka