- Hagtíðindi
- 22. júní 2015
- ISSN: 1670-4746
-
Skoða PDF
Niðurstöður um samband menntunar og tekna sem byggjast á lífskjararannsókn Hagstofunnar leiða í ljós að háskólamenntun veitir hlutfallslega minni ávinning í tekjum á Íslandi en hún gerir í öðrum Evrópulöndum. Rúmenía er það Evrópuland þar sem háskólamenntun skilar hlutfallslega mestum tekjum umfram aðra menntunarhópa. Á undanförnum árum hafa háskólamenntaðir lækkað í tekjum á Íslandi samanborið við aðra hópa.