- Hagtíðindi
- 09. júní 2011
- ISSN: 1670-4665
-
Skoða PDF
Tekjuafkoma hins opinbera reyndist neikvæð um 13,3 milljarða króna á 1. ársfjórðungi 2011. Það er mun hagstæðari niðurstaða en á sama tíma 2010 þegar hún var neikvæð um 20,7 milljarða króna. Tekjuhallinn nam 3,5% af landsframleiðslu ársfjórðungsins eða 8,2% af tekjum og hefur tekjuafkoman ekki verið hagstæðari síðan á þriðja ársfjórðungi 2008. Heildartekjur hins opinbera hækkuðu um 3,2% milli 1. ársfjórðungs 2010 og 2011 en heildarútgjöld lækkuðu hins vegar um 1,4%.