- Hagtíðindi
- 15. september 2015
- ISSN: 1670-4665
-
Skoða PDF
Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 1,2 milljarða króna árið 2014 eða sem nemur 0,1% af landsframleiðslu. Til samanburðar var tekjuafkoman neikvæð um 34,8 milljarða króna árið 2013 eða 1,9% af landsframleiðslu. Tekjur hins opinbera námu 907,0 milljörðum króna og jukust um 111,3 milljarða króna milli ára eða um 14,0%. Sem hlutfall af landsframleiðslu mældust þær 45,6%. Útgjöld hins opinbera voru 908,2 milljarðar króna og jukust um 9,4% en hlutfall þeirra af landsframleiðslu var 45,7%.