Árið 2004 voru í þjóðskrá gerðar 1.705 breytingar á trúfélagaskráningu sem svarar til þess að 0,6% landsmanna hafi skipt um trúfélag á árinu. Þetta er svipað hlutfall og undanfarin ár, hlutfallið var 0,7% árið 2003 og 0,6% árið 2002.
Breyting á trúfélagsskráningu var í 65,9% tilvika vegna úrsagna úr þjóðkirkjunni, alls 1.123 eða 0,4% þeirra sem voru í þjóðkirkjunni 1. desember 2004. Á móti 1.123 brottskráðum voru 170 skráðir í þjóðkirkjuna árið 2004. Brottskráðir umfram nýskráða voru því 953 samanborið við 843 árið 2003 og 686 árið 2002. Nýskráningar voru flestar í Fríkirkjuna í Reykjavík (345), Fríkirkjuna í Hafnarfirði (218) og Kaþólsku kirkjuna (208).
Upplýsingar um fjölda íbúa eftir trúfélögum er að finna í frétt Hagstofunnar frá 12. janúar 2005: Mannfjöldi 1. desember 2004 eftir trúfélögum og sóknum.