Í dag er evrópski hagtöludagurinn en hann er haldinn að tilstuðlan Hagstofu Evrópusambandsins (Eurostat). Hagstofur í Evrópu munu í dag vekja athygli á starfsemi sinni með ýmsum hætti.

Í tilefni dagsins hefur Hagstofa Íslands sett upp Lífsgæðavogina þar sem notendur geta metið lífsgæði sín í samanburði við aðra Evrópubúa. Vogin er byggð á samræmdri rannsókn evrópsku hagstofanna undir leiðsögn Eurostat, en meginmarkmið hennar er að draga upp mynd af dreifingu lífskjara og lífsgæða í Evrópulöndum. Í rannsókninni er aflað upplýsinga um bæði einstaklinga og heimili.

Það er von Hagstofunnar að dagurinn veki athygli sem flestra á hagtölum og mikilvægu hlutverki þeirra í samfélaginu.

Lífsgæðavogin