FRÉTT VÍSINDI OG TÆKNI 27. NÓVEMBER 2017

Útgjöld til rannsókna og þróunar (R&Þ) árið 2016 mældist 2,08% af vergri landsframleiðslu á Íslandi. Er það lækkun frá árinu 2015 þegar þetta hlutfall var 2,17%. Nýútgefnar bráðabirgðatölur Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, leiða í ljós sambærilegar sveiflur á milli ára í Skandinavíu þar sem útgjöld til R&Þ lækka úr 2,9% í 2,75% í Finnlandi, úr 2,96% í 2,87% í Danmörku, en einungis úr 3,27% í 3,25% í Svíþjóð. Í Noregi hækkuðu útgjöldin hinsvegar úr 1,93% í 2,04% af vergri landsframleiðslu á milli ára. Ísland er áfram yfir meðaltali Evrópusambandsins sem er 2,03%, óbreytt á milli ára.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fyrirtaekjatolfraedi@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.