FRÉTT ÞJÓÐHAGSREIKNINGAR 08. JÚNÍ 2018

Við útgáfu á niðurstöðum landsframleiðslunnar á 1. ársfjórðungi 2018 urðu mistök í útreikningi á inn- og útflutningi þjónustu og rangar niðurstöður um hagvöxt birtar.

Mistökin hafa verið leiðrétt.

Landsframleiðslan á 1. ársfjórðungi 2018 jókst að raungildi um 6,6% frá sama ársfjórðungi fyrra árs. Á sama tíma jukust þjóðarútgjöld, sem eru samtala neyslu og fjárfestingar, um 6,8%. Einkaneysla jókst um 5,9%, samneysla um 2,9% og fjárfesting um 11,6%. Útflutningur jókst um 10,2% á sama tíma og innflutningur jókst um 10,9%. Helstu drifkraftar hagvaxtar er fjárfesting og einkaneysla.

Hagstofan biðst velvirðingar á þessum mistökum en vill árétta að um bráðabirgðaniðurstöður er að ræða.

Talnaefni á vef verður uppfært til samræmis.

Landsframleiðslan á 1. ársfjórðungi 2018 – Hagtíðindi

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.