FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 30. NÓVEMBER 2015

Aflaverðmæti íslenskra skipa í ágúst nam tæpum 12,2 milljörðum króna sem er um 3% aukning samanborið við ágúst 2014. Aflaverðmæti botnfisks nam tæpum 5,9 milljörðum og jókst um 27,3%. Verðmæti uppsjávarafla nam rúmum 5,1 milljarði og dróst saman um 24,1% samanborið við ágúst 2014, vegur þar þyngst um 1,9 milljarða samdráttur í aflaverðmæti makríls. Aflaverðmæti flatfisks nam 822 milljónum í ágúst samanborið við 150 milljónir í ágúst 2014 sem skýrist helst af auknum grálúðuafla. Verðmæti skel- og krabbadýra jókst einnig á milli ára, nam tæpum 318 milljónum í ágúst samanborið við 275 milljónir í ágúst 2014.

Aflaverðmæti íslenskra skipa á tólf mánaða tímabili frá september 2014 til ágúst 2015 jókst um 9,6% miðað við sama tímabil ári fyrr. Verðmæti afla upp úr sjó hefur aukist um 6,7% í botnfiski, 16,4% í flatfiski og 16,9% í uppsjávarafla. 

Verðmæti afla september 2014 - ágúst 2015
Milljónir króna Ágúst September-ágúst
  2014 2015 % 2013-2014 2014-2015 %
             
Verðmæti alls 11.843,1 12.176,2 2,8 139.824,0 153.208,7 9,6
             
Botnfiskur 4.613,9 5.873,8 27,3 94.405,5 100.755,9 6,7
Þorskur 2.694,8 3.052,3 13,3 51.884,4 57.823,5 11,4
Ýsa 506,6 844,3 66,7 11.692,1 11.146,0 -4,7
Ufsi 468,1 828,8 77,0 9.191,5 10.110,8 10,0
Karfi 623,0 755,3 21,2 13.663,2 13.921,3 1,9
Úthafskarfi 0,0 0,0 584,0 568,0 -2,8
Annar botnfiskur 321,3 393,1 22,3 7.390,4 7.186,3 -2,8
Flatfisksafli 150,5 822,3 446,5 8.134,8 9.465,9 16,4
Uppsjávarafli 6.803,7 5.162,2 -24,1 33.547,3 39.225,1 16,9
Síld 484,3 747,4 54,3 10.219,0 9.439,7 -7,6
Loðna 0,0 0,0 3.915,1 12.722,1 224,9
Kolmunni 28,0 35,5 26,6 4.409,2 5.360,8 21,6
Makríll 6.278,3 4.375,9 -30,3 14.990,6 11.658,5 -22,2
Annar uppsjávarafli 13,1 0,0 13,3 44,0
Skel- og krabbadýraafli 275,0 317,8 15,6 3.736,2 3.761,8 0,7
Humar 137,6 148,8 8,1 1.034,6 782,5 -24,4
Rækja 123,9 159,0 28,4 2.627,1 2.823,0 7,5
Annar skel- og krabbad.afli 13,5 10,0 -25,9 74,6 156,3 109,6
Annar afli 0,0 0,0 0,0 0,0
Verðmæti afla eftir tegund löndunar september 2014 - ágúst 2015
Milljónir króna Ágúst September-ágúst
  2014 2015 % 2013-2014 2014-2015 %
             
Verðmæti alls 11.843,1 12.176,2 2,8 139.824,0 153.208,7 9,6
             
Til vinnslu innanlands 5.656,5 5.677,9 0,4 65.630,9 80.524,9 22,7
Á markað til vinnslu innanlands 1.423,2 1.533,3 7,7 20.374,4 20.102,2 -1,3
Sjófryst til endurvinnslu innanlands 0,0 0,0 147,0 125,8 -14,5
Í gáma til útflutnings 276,0 306,8 11,2 4.404,0 4.608,6 4,6
Sjófryst 4.469,1 4.572,7 2,3 48.627,8 47.170,2 -3,0
Aðrar löndunartegundir 18,3 85,6 367,1 639,8 676,9 5,8
Verðmæti afla eftir staðsetningu verkunarstaðar september 2014 - ágúst 2015
Milljónir króna Ágúst September-ágúst
  2014 2015 % 2013-2014 2014-2015 %
             
Verðmæti alls 11.843,1 12.176,2 2,8 139.824,0 153.208,7 9,6
             
Höfuðborgarsvæði 2.868,1 3.318,8 15,7 34.899,0 37.594,7 7,7
Vesturland 266,1 195,2 -26,6 6.193,4 6.910,4 11,6
Vestfirðir 435,3 450,2 3,4 8.261,9 8.197,6 -0,8
Norðurland vestra 517,2 482,7 -6,7 10.845,5 10.344,0 -4,6
Norðurland eystra 2.080,2 2.283,7 9,8 17.169,2 19.929,8 16,1
Austurland 2.482,4 2.395,6 -3,5 19.051,8 24.854,3 30,5
Suðurland 1.431,2 1.104,7 -22,8 15.364,7 15.357,7 0,0
Suðurnes 1.442,9 1.545,9 7,1 23.170,9 24.835,6 7,2
Útlönd 319,5 399,4 25,0 4.867,6 5.184,5 6,5

Talnaefni 

 

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fiskitolur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.