FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 15. JÚLÍ 2016

Fiskafli íslenskra skipa í júní 2016 var tæplega 42 þúsund tonn, sem er 43% minni afli en í júní í fyrra. Uppsjávarafli var rétt rúm tvö þúsund tonn, en það er talsvert minna en í júní í fyrra þegar hann var 33,6 þúsund tonn. Botnfiskafli stóð nokkurn veginn í stað og var rúm 35 þúsund tonn. Á 12 mánaða tímabili hefur heildarafli dregist saman um 262 þúsund tonn á milli ára, sem er 20% aflasamdráttur. Afli í júní metinn á föstu verðlagi var 7,1% minni en í júní 2015.

Fiskafli
  Júní   Júlí-júní  
  2015 2016 % 2014-2015 2015-2016 %
Fiskafli á föstu verði            
Vísitala 73,3 68,1 -7,1 .. .. ..
             
Fiskafli í tonnum            
Heildarafli 72.700 41.680 -43 1.326.973 1.064.935 -20
Botnfiskafli 35.029 35.325 1 424.123 453.914 7
  Þorskur 17.294 17.647 2 236.208 257.820 9
  Ýsa 2.583 1.777 -31 35.901 41.027 14
  Ufsi 4.425 5.848 32 50.292 48.192 -4
  Karfi 4.415 4.578 4 56.075 62.519 11
  Annar botnfiskafli 6.311 5.475 -13 45.647 44.355 -3
Flatfiskafli 2.953 2.878 -3 19.340 25.026 29
Uppsjávarafli 33.628 2.385 -93 873.944 573.475 -34
  Síld 298 95 -68 154.655 112.165 -27
  Loðna 0 0 0 353.713 101.089 -71
  Kolmunni 28.257 2 -100 198.053 193.405 -2
  Makríll 5.073 2.288 -55 167.466 166.784 0
  Annar uppsjávarfiskur 0 0 0 57 32 -43
Skel-og krabbadýraafli 1.062 1.069 1 9.513 12.456 31
Annar afli 29 22 -25 52 64 23

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fiskitolur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.