FRÉTT SJÁVARÚTVEGUR 15. FEBRÚAR 2018

Fiskafli íslenskra skipa í janúar var 107.643 tonn. Verkfall sjómanna í ársbyrjun 2017 gerir það að verkum að ekki er hægt að bera aflabrögð fyrir janúar 2018 saman við janúar 2017.  

Á 12 mánaða tímabili frá febrúar 2017 til janúar 2018 hefur heildarafli aukist um 273 þúsund tonn eða 27% samanborið við 12 mánaða tímabil ári fyrr.

Fiskafli
  Janúar   Febrúar-janúar  
  2017 2018 % 2016-2017 2017-2018 %
Fiskafli á föstu verði            
Vísitala         13,2             87,0     559,1      
             
Fiskafli í tonnum            
Heildarafli 7.625 107.643 1.312 1.003.446 1.276.889 27
Botnfiskafli 7.487 36.766 391 429.230 458.241 7
  Þorskur 5.941 23.166 290 247.055 269.978 9
  Ýsa 1.222 4.573 274 35.902 39.545 10
  Ufsi 96 3.551 3.583 46.833 52.803 13
  Karfi 35 3.644 10.196 60.534 62.157 3
  Annar botnfiskafli 193 1.832 852 38.905 33.757 -13
Flatfiskafli 52 1.517 2.803 22.472 23.391 4
Uppsjávarafli 0 69.248  -  539.639 784.787 45
  Síld 0 1.164  -  111.578 125.434 12
  Loðna 0 68.084  -  99.592 264.916 166
  Kolmunni 0  -   -  157.950 228.927 45
  Makríll  -   -   -  170.514 165.510 -3
  Annar uppsjávarfiskur  -   -   -  5 0 -93
Skel-og krabbadýraafli 85 112 31 12.019 10.436 -13
Annar afli  -   -   -  86 35 -60

Upplýsingar um fiskafla sem birtast í þessari fréttatilkynningu eru bráðabirgðatölur. Þær byggjast á upplýsingum Fiskistofu sem berast frá löndunarhöfnum innanlands (Lóðs), útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.

Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1260 , netfang fiskitolur@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.