Aðsókn að einstökum myndum er afar ójöfn. Algengast er að ein eða tvær kvikmyndir sópi til sín stórum hluta aðsóknarinnar á hverju ári. Hvernig aðsóknin dreifist á milli mynda er sýnt í töflu 1.

Table 1. Distribution of admissions to Icelandic full-length features premiered 1996-2013
   
Admissions No. of films
5,000 and < 25
5,001-10,000 16
10,001-25,000 27
25,001-50,000 11
50,001 and > 8

 

 Af 1.511.483 gestum sem sáu þær 87 íslensku kvikmyndir sem frumsýndar voru á árunum 1996-2013 féll helmingur aðsóknarinnar í hlut 15 mynda. Fast að 90 prósent af heildaraðsókninni féll í hlut helmings myndanna (sjá mynd 1 og mynd 2).

 

Af tíu vinsælustu innlendu kvikmyndum sem frumsýndar voru á árunum 1996-2013 voru fjórar myndanna í leikstjórn Baltasar Kormáks og tvær í leikstjórn Friðriks Þórs Friðrikssonar. Englar alheimsins, í leikstjórn þess síðar nefnda, var með mesta aðsókn, eða ríflega 83.000 gesti. Í öðru sæti var Mýrin, í leikstjórn Baltasar Kormáks, með hátt í 82.000 áhorfendur. Aðeins ein barna- og fjölskyldumynd er á meðal tíu aðsóknarhæstu myndanna (sjá töflu 2).

Table 2. Top ten attended Icelandic full-length feature films premiered 1996-2013  
         
Row Title in English Director's name Year of premiere Admissions
1 Angels Of the Universe Friðrik Þór Friðriksson 2000 83,317
2 Jar City Baltasar Kormákur 2006 81,580
3 Mr. Bjarnfredarson Ragnar Bragason 2009 66,876
4 Black's Game Óskar Þór Axelsson 2012 62,783
5 Devil's Island Friðrik Þór Friðriksson 1996 61,971
6 The Sea Baltasar Kormákur 2002 58,076
7 White Night Wedding Baltasar Kormákur 2008 55,300
8 The Deep Sea Baltasar Kormákur 2012 50,266
9 Dorks and Damsels Gunnar B. Guðmundsson 2007 46,313
10 The Secret Spell Bragi Þór Hinriksson 2010 37,506

 

Athygli vekur að níu myndanna eru byggðar á vinsælli skáldsögu, leikverki eða sjónvarpsfígúru. Sú tíunda er byggð á sögulegum atburði sem stendur enn nærri hugum manna. Til samanburðar má geta þess að engin þeirra tíu mynda sem minnsta aðsókn hlutu er byggð á bókmenntaverki eða hefur beina skírskotun í alkunnan atburð.

Aðsóknarhæsta kvikmynd í leikstjórn konu er Stella í framboði í leikstjórn Guðnýjar Halldórsdóttur, sem er tólfta aðsóknarhæsta myndin, með hátt í 35.000 gesti.

Um gögnin
Hagstofa Íslands tekur árlega saman upplýsingar um kvikmyndasýningar og starfsemi kvikmyndahúsa. Upplýsingar um aðsókn að einstökum myndum eru fengnar frá rekstraraðilum kvikmyndahúsa og úr gagnagrunni Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði – FRÍSK um kvikmyndasýningar (áður Samtaka myndrétthafa á Íslandi – SMÁÍS).

* Skv. alþjóðlegri skilgreiningu er löng kvikmynd mynd sem tekur a.m.k. klukkustund í sýningu.

Talnaefni