FRÉTT LANDBÚNAÐUR 10. FEBRÚAR 2016

Alls voru framleidd 29.870 tonn af kjöti árið 2015 sem er 1,9% meira en árið 2014. Tæp 10.200 tonn voru framleidd af lamba- og kindakjöti, rúm 8.300 tonn af alifuglakjöti, 6.800 tonn af svínakjöti, 3.600 tonn af nautgripakjöti og tæp 950 tonn af hrossakjöti.

Útflutningur á kjöti dróst saman 19,5% á meðan innflutningur jókst um 1,8%. Alls voru flutt út 3.852 tonn af kjöti árið 2015 samanborið við 4.783 tonn árið 2014. Útflutningur á lamba- og kindakjöti nam 2.947 tonnum og dróst saman um 14,3% á milli ára. Útflutningur á hrossakjöti dróst saman um 33% og á svínakjöti um 32%. Alls voru flutt inn 2.563 tonn af kjöti árið 2015 samanborið við 2.517 tonn árið 2014. Innflutningur á nautgripakjöti nam 1.045 tonnum, svínakjöti 598 tonnum og alifuglakjöti 920 tonnum. 

Kjötneysla á íbúa var samtals 83,8 kg árið 2015. Neysla á alifuglakjöti nam 27,6 kg á íbúa og jókst um 2% frá fyrra ári. Neysla á svínakjöti nam 21 kg á íbúa og jókst um 10% á milli ári. Neysla á nautgripakjöti var 14,1 kg á mann sem 1,9% aukning miðað við 2014.  Neysla á lamba- og kindakjöti dróst saman um 3% á milli ára og nam 19,5 kg á íbúa ári 2015. Neysla á hrossakjöti nam 1,6kg á íbúa árið 2015 sem 5% minna en árið 2014.

    Kindakjöt Nautakjöt Hrossakjöt Svínakjöt Alifuglakjöt
Kjötneysla á íbúa 2014 20,1 13,8 1,7 19,1 27,0
  2015 19,5 14,1 1,6 21,0 27,6
             
Framleiðsla, tonn 2014 10.100 3.495 1.200 6.472 8.046
  2015 10.185 3.605 946 6.806 8.328
             
Innflutningur, tonn 2014 - 1.037 - 555 925
  2015 - 1.045 - 598 920
             
Útflutningur, tonn 2014 3.440 0 631 712 -
  2015 2.947 21 422 483 -


Talnaefni

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 528 1100 , netfang upplysingar@hagstofa.is

Deila


Öllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.