Frétt

miðvikudagur 4. apríl 2012
Nr. 70/2012

Gistinóttum á hótelum í febrúar fjölgar um 28%

Gistinætur á hótelum í febrúar voru 102.600 samanborið við 79.900 í febrúar 2011. Gistinætur erlendra gesta voru um 78% af heildarfjölda gistinátta í febrúar en gistinóttum þeirra fjölgaði um 33% samanborið við febrúar 2011. Á sama tíma fjölgaði gistinóttum Íslendinga um 13%.

Gistinóttum á hótelum fjölgaði í öllum landshlutum, á höfuðborgarsvæðinu voru tæplega 80 þúsund gistinætur í febrúar og fjölgaði um ríflega 30% frá fyrra ári. Á samanlögðu svæði Vesturlands og Vestfjarða fjölgaði gistinóttum mikið á milli ára, voru 2.800 samanborið við 1.200 í febrúar 2011. Á Austurlandi fjölgaði gistinóttum einnig mikið, voru 1.600 samanborið 1.000 í febrúar 2011. Á Norðurlandi voru 4.900 gistinætur á hótelum í febrúar sem er um 25% aukning frá fyrra ári. Á Suðurnesjum voru gistinætur 4.400 í ferbúar sem er 13% aukning samanborið við febrúar 2011. Á Suðurlandi voru 9.000 gistinætur á hótelum í febrúar sem er 6% aukning frá fyrra ári.


Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum, þ.e. hótelum sem opin eru allt árið.  Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann. 

TalnaefniÖllum eru heimil afnot af fréttatilkynningunni. Vinsamlegast getið heimildar.

Nánari upplýsingar veitir Hildur Kristjánsdóttir í síma 528 1267, netfang gistiskyrslur[hja]hagstofa.is

 

Leita Leit

Byggir á LiSA CMS. Eskill -LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi